Göngum í skólann 2019
Verkefninu Göngum í skólann 2019 lauk formlega miðvikudaginn 2. október.
Hver bekkur sem tók þátt í verkefninu fékk viðurkenningarskjal fyrir góða þátttöku og vel unnin verkefni.
Allir fóru út að ganga saman bakkahringinn og nærumhverfið skoðað, unnið var verkefni í sambandi við fætur sem voru síðan settir uppá vegg fyrir framan bókasafnið.
Einhverjir bekkir fóru í gönguferð í Elliðaárdalinn, þar sem meðal annars var kíkt á Tröllið sem er nýtt listaverk í dalnum. Einnig unnu börnin með laufblöðin og bjuggu úr þeim tré, grænt laufblað fyrir hvern dag sem þú fórst gangandi í skólann og brúnt ef þú fórst akandi.
Hér má sjá nokkrar myndir af verkefnunum: