Skip to content

Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur í 9. bekk.

Miðvikudaginn 2. október var Forvarnardagurinn haldinn hátíðlegur í 9. bekk í Breiðholtsskóla. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands árlega og markmiðið er að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki. Nemendur ræddu hugmyndir sínar og tillögur um samverustundir með fjölskyldu og æskulýðs- og íþróttastarf, en þetta eru á meðal verndandi þátta gegn áfengis- og vímuefnum. Áherslur forvarnardagsins voru þrjár. Í fyrsta lagi samvera með fjölskyldu, í öðru lagi þátttaka í skipulögðu íþrótta- og/eða tómstundarstarfi og í þriðja að seinka því að nota áfengi eða sleppa því.
Margar skemmtilegar umræður mynduðust og flott svör komu frá hópunum t.d:
Umræðuefni: Hvert ár skiptir máli.
Hvaða stuðningur telur þú að sé bestur til að byrja ekki að drekka á unglingsárunum?
 Foreldrar þínir,
 Góður vina hópur,
 Gott heimili,
 Eldri systkini,
 Réttur félagsskapur,
 Ábyrgir foreldrar
Umræðuefni: Samvera
Af hverju ætti fjölskyldan að verja sem mestum tíma saman að þínu mati?
 Svo maður lendi ekki á götunni,
 Svo maður fái ekki kvíða eða þunglyndi,
 Gott að tengjast sem fjölskylda því kannski flytur einhver út
 Því þú veist aldrei hvenær seinasta stundin er
 Því þau elska okkur svo mikið og vilja eyða sem mestum tíma með okkur
 Til að byggja upp sterk tengsl
Umræðuefni: Íþrótta- og æskulýðsstarf
Hvernig íþrótt- og æskulýðsstarf mynduð þið vilja sjá þar sem fjölskyldan gæti tekið þátt saman?
 Fótbolta,
 Blak, ping-pong,
 Átkeppni,
 Körfubolti,
 Skotbolti,
 Keila,
 Það er bara þannig að þú gerir þetta fyrir þig sjálfan og fjölskyldan þarft ekki alltaf að vera saman
 Okkur finnst að íþrótta- og æskulýðsstarf er það sem maður gerir fyrir sjálfan sig og nýtur þess að vera einn😊