Námsárangur og vellíðan.
Nemendur í 9. og 10. bekk fengu fyrirlestur síðasta föstudag frá Guðjóni Ara sem lauk stúdentsprófi síðasta vor. Hann kom og miðlaði nemendum af visku sinni, veitti þeim meðal annars góð ráð hvernig hægt sé að stuðla að bættum námsárangri og vellíðan í námi, jákvætt hugarfar, viðhalda jafnvægi milli náms og annarra verkefna í daglegu lífi. Í lok fyrirlestursins fengu nemendur tækifæri til að spyrja spurninga.