Göngum í skólann 2019
Í ár verður Göngum í skólann haldið í þrettánda sinn hér á landi. Verkefnið var sett miðvikudaginn 4. september og fóru allir í Breiðholtsskóla út að ganga saman í nærumhverfi okkar. Verkefninu lýkur formlega miðvikudaginn 2. október. Árlega taka milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti.
Á heimasíðu Göngum í skólann má nálgast bréf á rafrænu formi ásamt nánari upplýsingum um verkefnið. Slóðin er: www.gongumiskolann.is