• 20161017 143600
 • 20161017 130537
 • 20161017 143507
 • 20161017 143451
 • 20161017 143436
 • 20161017 130443
 • 20161017 130340
 • 20161017 130222
 • 20161017 130402
 • 20161017 130504
 • 20161017 143535
 • 20161017 130522
 • 20161017 143421
 • 20161017 130424
 • 20161017 143540

vefpostur 1

namsval 1


Viðburðadagatal hjá 5. bekk

Við krakkarnir í 5. bekk erum með viðburðadagatal, það virkar þannig að sá sem er stilltur fær að opna dagatalið. Það eru pakkar sem eru með miða inní sem stendur á eitthvað sem við eigum að gera í tíma. Það byrjaði 1. desember og endar 20. desember.
Höfundur Karítas Björg Guðmundsdóttir
Föndrað og skreytt
2. desember voru allir í 5. bekk að föndra og skreyta. Við máluðum jólakúlur og gerðum bleika jólasveina því að það var ekki til rauð málning. Jólasveinarnir voru gerðir úr afgöngum úr smíði. Sumir máluðu jólakúlur með höndunum sínum. Það var til alls konar föndurdót til dæmis málning, pallíettur í öllum litum og pennslar. Ég gleymdi einu það var líka hægt að gera jólatré úr afgöngunum frá smíði þetta var mjög gaman.

 

 • m1
 • m10
 • m2
 • m3
 • m4
 • m5
 • m6
 • m7
 • m8
 • m9

  Lesa >>


  Dýrin í blokkinni

  Nú í vikunni sýndu nemendur í 3. og 4. bekk leikritið Dýrin í blokkinni en það er spunaverk sem þau höfðu æft og samið í leiklistarsmiðju undir stjórn Dóru Sjafnar Valsdóttur kennara. Leiksýningin vakti gleði og ánægju gesta og stóðu leikarar sig með prýði. 

  Lesa >>


  Jóladagskrá 19. og 20.desember

  Jóladagskrá 19. og 20.desember

  19. desember:  Jólaball unglingastigs  kl. 19:30 – 22:00.

  20. desember: Jólaskemmtun, helgileikur í hátíðarsal skólans, dansað í kringum jólatré og stofujól  fyrir 1. – 7. bekk.

  Nemendur mæta í skólann á litlu jólin sem hér segir:
  1. bekkur kl. 08:30 – 10:10
  2. – 4. bekkur 09:00 – 11:00
  5. – 7. bekkur kl. 12:00 – 14:00
  Nemendum er heimilt að koma með sparinesti – til dæmis smákökur á stofujólin.
  Jólaleyfi hefst að loknu jólaballi en Bakkasel er opið þennan dag fyrir þau börn sem þar eru. Foreldrar eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans og láta vita ef þeir ætla ekki að nýta sér þjónustuna.
  Foreldrar eru velkomnir á jólaskemmtanir skólans en foreldrum 1. bekkjar er sérstaklega boðið.

  Lesa >>


  Gjöf frá foreldrafélagi skólans

  Gjöf frá foreldrafélagi skólans

  Foreldrafélag skólans hefur stutt mjög vel við læsi í skólanum með bókagjöfum á safn skólans og fengið rithöfunda í heimsókn til að kynna nýjar bækur. Einnig hefur foreldrafélagið gefið bækur á öðrum tungumálum sem ættu að nýtast vel nemendum með annað móðurmál en íslensku. Þær bækur verða vonandi komnar í útlán eftir jól.

  Lesa >>


  Skoða eldri fréttir