• Myndm7
  • Myndm9
  • Myndm8
  • Myndm5
  • Myndm6
  • Myndm1
  • Myndm2
  • Myndm3
  • Myndm4
  • Myndm5-2

vefpostur 1

namsval 1

Ferð í Borgarleikhúsið

Ferð í Borgarleikhúsið

Við fórum í strætó í Borgarleikhúsið 24. apríl. Þegar við komum að leikhúsinu fengum við okkur nesti á borðunum við innganginn. Þangað vorum við sótt til að skoða hvar þau mála og byggja leikmunina. Við fórum líka baksviðs á stóra sviðinu og þar var okkur sagt hvað leikmunir eru og hvers vegna þau geta ekkert alltaf keypt leikmunina. Þau þurfa oft að búa til leikmunina og hann sem sýndi okkur í kring heitir Hlynur. Eftir að Hlynur hafði sýnt fimmtu bekkjunum leikhúsið þá fórum við að sjá leikritið Hamlet litli. Það heitir Hamlet litli því það er styttri útgáfan af Hamlet. Það átti að vera 3 klukkutíma en í staðinn var það í 3 korter og nokkrar mínútur. Við fengum að sjá húsið í leikritinu Mamma Mía og eftir allt það tókum við nokkrar myndir og fórum í strætóskýlið til að bíða eftir strætó og við fórum heim.
Viktoría Rún 5. bekk

Lesa >>


10. bekkur fóru á Skólaþing

10. bekkur fóru á Skólaþing

„Þann 2. og 3. maí fóru nemendur 10. bekkjar á Skólaþing, sem er fræðsla á störfum Alþingis. Nemendum var skipt í stjórnmálaflokka, þeir lögðu fram frumvörp, fjölluðu um frumvörp í nefndum, gerðu á þeim breytingar og greiddu atkvæði í þingsal. Heimsókn í Skólaþingið er hluti af samfélagsfræðináminu og nemendur stóðu sig með prýði.“

 

Lesa >>


Foreldrafélag Breiðholtsskóla hlýtur samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Foreldrafélag Breiðholtsskóla hlýtur samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2017 voru veitt í fimm flokkum fimmtudagin 13. apríl og þetta var í tólfta skipti sem þeim var úthlutað. Lesendur blaðsins sendu inn hátt í hundrað tilnefningar, dómnefnd valdi fyrst þrjár í hverjum flokki og síðan eina af þeim þremur. Verðlaunin í flokknum Til atlögu gegn fordómum runnu til Foreldrafélags Breiðholtsskóla. Það hefur staðið fyrir fjölmenningarhátíðum fyrir nærsamfélagið þar sem öllum íbúum hverfisins er boðið í skólann. Tilgangurinn er að tengjast betur foreldrum og börnunum sem þar búa, kynnast ólíkum uppruna þeirra, tungumáli og ekki síst að fagna fjölbreytileikanum. Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar félaginu til hamingju með verðlaunin.

Lesa >>


Gleðilega páska

Gleðilega páska

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 10. 4. Kennsla hefst svo aftur samskvæmt stundaskrá 18. 4. Starfsfólk Breiðholtsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.

Lesa >>


Leikskólabörn i heimsókn í Breiðholtsskóla.

Leikskólabörn i heimsókn í Breiðholtsskóla.

Undanfarin ár hefur elstu börnunum í leikskólum hverfisins Arnarborg, Bakkaborg og Fálkaborg verið boðið í heimsókn til 1. bekkjar í Breiðholtsskóla. Þetta ár var engin undantekning, börnunum var skipt í 5 hópa og komu 11 – 12 börn í hverja heimsókn. Börnin tóku þátt í einni kennslustund þar sem þau unnu verkefni, var boðið upp á ávexti og fóru síðan með nemendum út í frímínútur. Einbeitingin og áhuginn leynir sér ekki hjá væntanlegum nemendum.

Lesa >>


Skoða eldri fréttir