• Myndm1
  • Myndm4
  • Myndm7
  • Myndm2
  • Myndm6
  • Myndm9
  • Myndm5-2
  • Myndm5
  • Myndm8
  • Myndm3

vefpostur 1

namsval 1

Þemadagar í Breiðholtsskóla

Þemadagar í Breiðholtsskóla

Þessa daga eru þemadagar  í Breiðholtsskóla og vinna nemendur að fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Unglingastigið skiptist þvert á árganga í fjórar stöðvar þar sem unnið er með náttúruna á margvíslegan hátt. Nemendur vinna þar verkefni tengd Elliðaárdal, náttúruhamförum, lífríki og umhverfisvernd. Á miðstiginu vinnur hver árgangur að ákveðnum verkefnum um Ísland, Norðurlönd og Evrópu. Á yngsta stiginu eru unnin fjölbreytt verkefni meðal annars um mannslíkamann, mannlegar tilfinningar, landnám Íslands og Star wars.

Lesa >>


Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholtsskóla var haldin þriðjudaginn 7. mars í hátíðarsal skólans. Upplestur og keppni sem þessi er fastur liður í íslenskunámi allra 7. bekkja á landinu og hefur verið um árabil. Keppendur í Breiðholtsskóla að þessu sinni voru þrjár stúlkur og fjórir  drengir sem lásu fyrst valda kafla úr bókinni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur, Bensínstöð við þjóðveginn eftir Anton Helga Jónsson og að síðustu ljóð sem þau völdu sjálf að lesa upp.

Allir keppendurnir stóðu sig vel svo valið var erfitt. Það voru þau  Bjarki Dagur Arnarsson og Ibtisam El Bouazzati sem báru sigur úr bítum að þessu sinni. Þau voru því fulltrúar skólans í lokakeppni Breiðholts sem fór fram í Seljakirkju fimmtudaginn 16. mars. Bjarki Dagur og Ibtisam lásu þar kafla úr bókinni Blái hnötturinn, eftir Andra Snæ Magnason, ljóðin Auðvitað og Þjóðsaga eftir Steinunni Sigurðardóttur og loks ljóð að eigin vali. Þau  stóðu sig með prýði og við óskum þeim til hamingju með góðan árangur.

Lesa >>


Fundur um stefnumótun í menntamálum

Fundur um stefnumótun í menntamálum

Þann 6. mars fórum við á fund hjá Reykjavíkurborg til að ræða hvað mætti bæta í skólum. Okkur  var skipt niður á nokkur borð. Borgarstjórinn kom og sagði okkur að ímynda okkur hvar við værum stödd í framtíðinni  í kringum 2030. Því næst fengum við blað til að skrifa niður hvað við þyrftum að kunna árið 2030. Svo fengum við stórt blað og flokkuðum við miðana svo að svipaðar hugmyndir væru saman. Síðan kom kona og tók eina hugmynd frá hverju borði en á meðan voru fréttamenn að taka okkur upp. Þegar konan var búin að fara  þrjá hringi að safna öllum hugmyndunum þakkaði hún okkur fyrir komuna og síðan fóru allir í skólana.
Björn Ómar og Halldóra nemendur í 5. bekk.

Lesa >>


Öskudagur í Breiðholtsskóla

Öskudagur í Breiðholtsskóla

Það var mikil gleði í  Breiðholtsskóla  og nemendum var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Skóladagurinn byrjaði með því að nemendur masseruðu í íþróttarhúsinu og köttur var sleginn úr tunnu. Síðan var nemendum boðið að búa til öskupoka, dansa, tefla, horfa á kvikmynd og margt fleira. Skóladeginum lauk svo með glæsilegri flatbökuveislu.

Lesa >>


Slæm veðurspá

Slæm veðurspá hefur verið gefin út fyrir daginn í dag, föstudaginn 24. febrúar. Því er beint til foreldra/forráðamanna að þeir sæki börn sín í skólann í lok skóladags og fylgi þeim heim.

Lesa >>


Skoða eldri fréttir